Sport

Brees gerir 100 milljón dollara samning við Saints

Brees á flugi.
Brees á flugi.
Hinn magnaði leikstjórnandi NFL-liðsins New Orleans Saints, Drew Brees, er búinn að skrifa undir risasamning við félagið sem metinn er á 100 milljónir dollara.

Um er að ræða 5 ára samning og er tryggt í samningnum að Brees fái að minnsta kosti 60 milljónir dollara. Þar af fær hann 40 milljónir fyrsta árið.

Samningaviðræður hafa tekið langan tíma og verið erfiðar. Stuðningsmenn Saints geta svo loksins leyft sér að brosa eftir erfiður vikur vegna leikbanna þjálfara og leikmanna.

Brees er orðinn 33 ára gamall og hefur verið einn allra besti leikmaður NFL-deildarinnar undanfarin ár.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×