Sport

Peterson handtekinn fyrir að slást við lögreglumenn

Adrian Peterson.
Adrian Peterson.
Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, hjá Minnesota Vikings, hefur verið handtekinn fyrir að vera með mótþróa við handtöku eins sérkennilega og það hljómar.

Peterson var að skemmta sér í Houston á dögunum og gekk afar illa að koma honum af næturklúbbnum er hann lokaði.

Það endaði með áflogum og þurfti að lokum ekki minna en þrjá lögreglumenn til þess að yfirbuga hlauparann.

Hann fær væntanlega sekt fyrir lætin en sleppur við fangelsisvist.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×