Skoðun

Stuðningsgrein: Að velja sér forseta

Guðjón Sigurðsson skrifar
Ég eins og aðrir Íslendingar þurfum að velja okkur forseta til næstu ára. Við eigum val um margar glæsilegar manneskjur að þessu sinni. Hver sem vinnur þær kosningar verður forsetinn minn eins og annara Íslendinga. Óháð hvern ég vel.

Ég hef gert upp hug minn að þessu sinni. Ég mun greiða Ólafi Ragnari mitt athvæði. Hann og ekki síður hans betri helmingur hafa sýnt mér og öðrum sem erum í endalausum slag fyrir bættum kjörum þeirra sem verst eru settir á Íslandi og víðar um heiminn að þau eru alltaf tilbúin að aðstoða okkur beint og óbeint.

Í störfum mínum sem formaður fyrir Alþjóðasamtök MND félaga hef ég notið aðstoðar æðsta manns landsins, góð ráð, góð sambönd víða um heim, ávarp á ráðstefnum og svo mætti lengi telja hafa vakið alþjóðlega athygli. Ég er litinn öfundaraugum af félögum mínum fyrir að eiga stuðningsmann í svo hárri stöðu.

Ég tel ákaflega mikilvægt að á Bessastöðum sé manneskja sem við getum treyst að sé okkar skjöldur sé að okkur sótt og ekki síður að viðkomandi sé sverð okkar í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Þarna þarf einstakling með bein í nefinu sem þekkir vinnubrögðin í stjórnsýslunni og lætur ekki vaða yfir sig.

Þetta eru á meðal þeirra ástæðna fyrir vali mínu á Ólafi Ragnari Grímssyni sem næsta forseta Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×