Lífið

Á annað hundrað manns dönsuðu Zumba á Spot

Þær Guðný Jóna, Berglind Þyrí og Berglind héldu uppi stuðinu í tvær klukkustundir en þær eru allar með Zumba kennararéttindi.
Þær Guðný Jóna, Berglind Þyrí og Berglind héldu uppi stuðinu í tvær klukkustundir en þær eru allar með Zumba kennararéttindi.
Á annað hundrað manns mættu í Zumba partý síðastliðinn þriðjudag á skemmtistaðnum Spot og dönsuðu Zumba samfleytt í tvær klukkustundir undir undir leiðsögn Berglindar Þyrí, Berglindar og Guðnýjar Jónu.

Berglind Þyrí Guðmundsdóttir fékk hugmyndina að "Zumba in the Nightclub" í Helsingborg þar sem hún býr. Hún fékk Berglind Petersen, Zumba kennara í Sporthúsinu, í lið með sér og í sameiningu ákváðu þær að fá Guðnýju Jónu Þórsdóttur, Zumba kennara í Reebok Fitness, til að vera með. "Kvöldið heppnaðist mjög vel, það var brjáluð stemning og allir fóru löðursveittir og sælir heim," segir Berglind Petersen spurð um viðburðinn.

„Ákveðið var að halda þetta á Spot þar sem Árni, eigandi Spot, tók strax vel í hugmyndina enda hefur staðurinn allt að bera fyrir svona viðburði og þar sem þetta hann fékk svona góðar viðtökur munum við án efa endurtaka hann."



„Við viljum koma okkar bestu þökkum til starfsfólks Spot á framfæri," segir Berglind að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×