Innlent

Ólafur Ragnar líklegastur að mati veðmálasíðu

Ólafur Ragnar
Ólafur Ragnar
Veðmálasíðan Betsson.com telur mestar líkur á því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verði endurkjörinn í forsetakosningunum sem fara fram 30. júní næstkomandi. Ólafur Ragnar er með stuðulinn 1,2 á meðan Þóra Arnórsdóttir, sem er talin næstlíklegust til að hreppa embættið, fær stuðulinn 3,6.

Ari Trausti Guðmundsson, Herdís Þorgeirsdóttir og Andrea J. Ólafsdóttir fá svo mun hærri stuðul en Þóra og Ólafur.

Veðmálasíðan setur stuðulinn 100 á Hannes Bjarnason, en það er hæsti mögulegi stuðullinn á síðunni og því litlar sem engar líkur á að hann sigri kosningarnar.

Hægt er að skoða stuðlana hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×