Sport

Maraþonmaðurinn tapaði eftir 22 oddalotur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mathieu gaf sér tíma með áhorfendum eftir sigurinn.
Mathieu gaf sér tíma með áhorfendum eftir sigurinn. Nordic Photos / Getty
Bandaríkjamaðurinn John Isner mátti sætta sig við tap gegn heimamanninum Paul-Henri Mathieu eftir 22 oddalotur í fimmta setti kappanna í 2. umferð Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.

Lokatölurnar í leiknum urðu 7-6, 4-6, 4-6, 6-3 og 18-16. Sigur Mathieu kom mjög á óvart enda aðeins í 261. sæti heimslistans og fékk þátttökurétt á mótinu eftir krókaleiðum.

Viðureign kappanna tók fimm klukkustundir og 41 mínútu. Eftir sex möguleika á að tryggja sér sigur í oddasettinu tókst Mathieu að tryggja sér sigur. Um leið sá hann til þess að Bandaríkjamenn eiga engan fulltrúa eftir í mótinu sem þó er nýhafið.

Isner, sem var raðað númer tíu í mótið, skráði sig í sögubækurnar á Wimbledon-mótinu sumarið 2010. Þá hafði hann sigur í lengstu viðureign í sögu mótsins. Oddasett hans gegn Frakkanum Nicolas Mahut tók átta klukkustundir og ellefu mínútur en tvo daga þurfti til að knýja fram sigurvegara. Oddasettinu lauk 70-68.

Roger Federer mætir einmitt Mahut í 3. umferð mótsins í dag en bein útsending frá mótinu er á Eurosport. Nánar um leiki í karla- og kvennaflokki á heimasíðu mótsins. Sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×