Sport

Íslenska liðið vann Sundmót Smáþjóða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Orri Freyr, annar frá vinstri.
Orri Freyr, annar frá vinstri. Mynd / Fésbókarsíða Orra Freys
Íslenskt sundfólk stóð sig með sóma á Sundmóti Smáþjóða sem lauk í Andorra í gær. Ísland vann til gullverðlauna og Orri Freyr Guðmundsson vann besta afrek mótsins.

Ísland fékk 938 stig en næstir komu heimamenn með 707 stig. Í þriðja sæti hafnaði Lúxemborg með 570 stig. Orri Freyr Guðmundsson vann afrek mótsins í 100 metra skriðsundi karla. Orri Freyr kom í mark á tímanum 51.57 sekúndum.

Íslenska liðið var skipað eftirtöldu sundfólki

Inga Elín Cryer

Kolbeinn Hrafnkelsson

Aron Örn Stefánsson

Orri Freyr Guðmundsson

Ágúst Júlíusson

Salóme Jónsdóttir

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir

Birkir Snær Helgason

Paulina Lazorikova

Sunneva Dögg Friðriksdóttir

Jón Þór Hallgrímsson

Snjólaug Tinna Hansdóttir

Kristinn Þórarinsson

Karen Sif Vilhjálmsdóttir

Viktor Máni Vilbergsson

Arnór Stefánsson

Guðný Erna Bjarnadóttir

Íris Ósk Hilmarsdóttir

Rebekka Jaferian

Kolbrún Jónsdóttir

Birta María Falsdóttir

Lilja Benediktsdóttir

Baldvin Sigmarsson

Þjálfarar voru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir og Klaus Ohk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×