Sport

Refsað fyrir að vera með of grimmar æfingar

Pete Carroll þarf að vera með rólegri æfingar á næstunni.
Pete Carroll þarf að vera með rólegri æfingar á næstunni.
Það er ýmislegt í NFL-deildinni sem er afar sérstakt. Þar á meðal eru reglur um hversu mikið og fast megi æfa á undirbúningstímabilinu.

Seattle Seahawks hefur nú verið refsað fyrir að æfa of grimmt á þessum tímapunkti. Leikmenn fengu að takast meira á en leyfilegt er samkvæmt samningum. Þeir voru í of mikilli snertingu við hvorn annan. Fyrir það er refsað.

Refsingin eru sú að liðið má ekki æfa tvo daga í röð.

"Þetta er ungt fótboltalið þar sem menn vilja takast á. Við reyndum að vera fyrir innan línuna en líklega stigum við aðeins út fyrir," sagði þjálfarinn, Pete Carroll.

"Þó svo við séum að takast á eru leikmenn að reyna að fara varlega og passa upp á hvorn annan."

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×