Sport

Anton náði ekki að bæta Íslandsmetið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Mynd/Valli
Anton Sveinn McKee hafnaði í 20. sæti í 1500 m skriðsundi á EM í Debrecen í Ungverjalandi. Hann náði ekki að bæta Íslandsmet í greininni.

Anton synti á 15:39,63 mínútum sem er tólf sekúndum frá Íslandsmetinu sem hann setti á ÍM50 í síðasta mánuði. Þá tryggði hann sér OST-lágmark fyrir Ólympíuleikana en hann er þó talsvert frá OQT-lágmarki í greininni.

Anton keppir einnig í 800 m skriðsundi á EM en keppt verður í þeirri grein á fimmtudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×