Erlent

Bernskuvinirnir vitnuðu gegn Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breivik ásamt Lippestad verjanda sínum í réttinum í dag.
Breivik ásamt Lippestad verjanda sínum í réttinum í dag. mynd/ afp.
Bernskuvinir Anders Behring Breivik og þrír vinir hans síðan á unglingsárunum vitnuðu í dag gegn fjöldamorðingjanum í Osló. Geir Lippestad, verjandi Breiviks, segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir hann að hlusta á vitnisburðinn.

„Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að sjá vini sína í réttinum. Þeir voru náttúrlega vinir hans í mörg ár en eru ekki vinir hans lengur," sagði Lippestad. Samkvæmt framburði vitnanna var Breivik mjög eðlilegur í hegðun í bernsku og á unglingsárunum. Árið 2005 breyttist hann svo og byrjaði að fjarlægjast annað fólk og spila mikið á tölvur. Öll vitnin sögðu að hann hefði mikið spilað World of Warcraft.

Þeir sögðust allir hafa undrast það þegar Breivik flutti heim til mömmu sinnar árið 2006 til að spila tölvuleiki í heilt ár. Lippestad sagði að þetta hefði farið mikið í taugarnar á Breivik. Hann sagði að Breivik hefði upplifað tölvuleikjanotkun sína allt öðruvísi en vitnin, samkvæmt frásögn danska ríkisútvarpsins frá réttarhöldunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×