Sport

Stóðu sig betur en þær dönsku og norsku - 24. sæti á EM í fimleikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá vinstri eru Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Hildur Ólafsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Þórey Kristinsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir.
Frá vinstri eru Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Hildur Ólafsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Þórey Kristinsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir. Mynd/Fimleikasamband Íslands.
Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í í Brussel í Belgíu. Íslensku stelpurnar stóðu sig ágætlega og náðu 24. sæti en það var betri árangur en hjá norska og danska landsliðinu.

"Mjög hörð keppni var í gær og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir íslensku keppendurnar í ljósi þess að Evrópumeistarmótið er með sterkustu mótunum í fimleikum og mjög margir keppendur að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana sem haldnir verða í London í sumar.Að sögn Guðmundar Þórs Brynjólfssonar þjálfara liðsins var hópurinn ánægður með útkomuna enda bættu okkar keppendur sig á einstökum áhöldum," segir í fréttatilkynningu frá Fimleikasambandinu.

Bestum árangri náði Thelma Rut Hermannsdóttir sem endaði í 33.sæti í heildarkeppni seniora, en á einstökum áhöldum þá gekk Normu Dögg Róbertsdóttur best þegar hún náði 21.sæti í stökki með einkunnina 13.266.

Í íslenska liðinu eru: Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Hildur Ólafsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Þórey Kristinsdóttir og Norma Dögg Róbertsdóttir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×