Innlent

Hyggst vera með 193 þúsund krónur á mánuði sem forseti

Andrea J. Ólafsdóttir tilkynnti formlega um framboð sitt til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan rúmlega fjögur í dag.

Hún segist ætla að kalla saman þjóðfund, þar sem forsetaembættið verður rætt, nái hún kjöri. Þá ætli hún einnig að beita sér fyrir launaleiðréttingu og lögfestingu lágmarkslauna.

Andrea sagði einnig á blaðamannafundinum að hún myndi sjálf þiggja lágmarkslaun í embætti, eða 193 þúsund krónur, þar til markmiðunum hefur verið náð. Afganginn muni hún gefa til góðgerðarmála.

Nánar verður fjallað um framboðið í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×