Skoðun

Forsetakosningar: Rödd frá Bretlandi

Clive Stacey skrifar
Ég er ánægður með að geta minnt lesendur Fréttablaðsins á að ég hef þekkt Ara Trausta Guðmundsson um langan aldur. Þekkt hann sem góðan vin og sérfræðing um mörg, flókin sérsvið vísindanna þar sem mig hefur vantað ráðgjöf þegar skipulagðar eru ferðir breskra ferðamanna og námshópa til Íslands og þær raungerðar.

Hann hefur líka reynst mér afar drjúg gullnáma þegar kemur að upplýsingum og ráðum vegna ferða eða menningar í mörgum heimshornum. Í mínum huga er Ari Trausti fulltrúi margs þess besta í íslensku samfélagi. Hann er fjölfróður, skynsamur, góður málamaður og þrautseigur líkt og traustur klár, og síðast en ekki síst, hann hefur notalega kímnigáfu. Ég hef líka orðið þess aðnjótandi að kynnast hans góðu eiginkonu, Maríu Baldvinsdóttur, og fylgst með hvernig þau hafa eignast myndarlega og góða fjölskyldu saman.

Undanfarin 40 ár hef ég komið ótal sinnum til Íslands og hitt fyrir fólk úr öllum þjóðfélagshópum. Ég er svo heppinn að ég get nefnt mér vini á mörgum stöðum í öllum landsfjórðungum. Með þetta í huga nefni ég við lesendur að ég get ekki ímyndað mér betri frambjóðanda til forseta Íslands en Ara Trausta Guðmundsson og óska honum góð gengis í komandi kosningum sem ég mun fylgjast grant með.

Clive Stacey er einn eigandi ferðaskrifstofunnar Discover the World á Bretlandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×