Innlent

Andrea hyggur á forsetaframboð

Andrea J. Ólafsdóttir stefnir á forsetaframboð.
Andrea J. Ólafsdóttir stefnir á forsetaframboð.
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir mun greina frá ákvörðun sinni og áformum um framboð til embættis forseta íslenska lýðveldisins á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan korter yfir fjögur á morgun. Andrea er fædd 2. ágúst 1972 á Húsavík. Andrea er þriggja barna móðir sem býr ásamt manni sínum, Hrafni H. Malmquist, í Skerjafirðinum.

Andrea hefur á undanförnum árum starfað í sjálfboðavinnu með Hagsmunasamtökum heimilanna en starfaði áður sem verkefnastjóri frístundaheimilis hjá Reykjavíkurborg og á undan því við bókhald. Andrea hefur stundað nám við Háskóla Íslands m.a. á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×