Erlent

Breivik bað ópólitísk fórnarlömb afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Behring Breivik bað í morgun aðstandendur þeirra sem hann drap í stjórnarráðshverfinu í Osló afsökunar á gerðum sínum. Aðstandendur ungmennanna sem hann drap í Útey fengu enga afsökunarbeiðni. Réttarhöldin vegna fjöldamorðanna 22. júlí síðastliðinn yfir Breivik héldu áfram í dag.

Þegar Inga Bejer Engh saksóknari spurði Breivik út í morðin í morgun bað hann um að fá orðið til að útskýra gjörðir sínar í stjórnarráðshverfinu. Breivik nefndi tiltekinn mann í stjórnarráðshverfinu sem hafði engin tengsl við stjórnarflokkanna eða ríkisstjórnina. Hann bað aðstandendur mannsins afsökunar. Einnig bað hann þá sem særðust í sprengingunum þar, og voru staddir í réttarsalnum, afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×