Innlent

Halda alþjóðlega hjólakeppni á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björg Björnsdóttir, Ágúst Þórðarson frá Barnaheillum og með þeim eru Berglind Egilsdóttir, Snædís Baldursdóttir, Auður Indriðadóttir, Anna Katrín Kristinsdóttir og Bryndís Bragadóttir ásamt keppendunum Maríu Ögn Guðmundsdóttur, Ásdísi Kristjánsdóttur, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Jórunni Jónsdóttur,  Skúla Mogensen og Magnúsi Ragnarssyni.
Björg Björnsdóttir, Ágúst Þórðarson frá Barnaheillum og með þeim eru Berglind Egilsdóttir, Snædís Baldursdóttir, Auður Indriðadóttir, Anna Katrín Kristinsdóttir og Bryndís Bragadóttir ásamt keppendunum Maríu Ögn Guðmundsdóttur, Ásdísi Kristjánsdóttur, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Jórunni Jónsdóttur, Skúla Mogensen og Magnúsi Ragnarssyni.
Alþjóðlega hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin á Íslandi dagana 19. júní -22. júní. Í keppninni munu 20 fjögurra manna lið keppa sín á milli um hvaða lið mun koma fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1332 kílómetra hringinn í kringum landið. Hjólakeppnir sem slíkar eru vinsælar erlendis og þótti aðstandum keppninnar tími til kominn að Ísland gæti boðið upp á keppni sem yrði eftirsótt á erlendri grundu, ekki síst vegna miðnætursólarinnar. Markmiðið er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Liðin safna áheitum og í samvinnu við Barnaheill - Save the Children á Íslandi verður efnt til átaksverkefnis um heilsu og hreyfingu barna.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×