Lífið

Tvær forsíður á Nýju lífi í tilefni afmælis

Tímaritið Nýtt líf fagnar því um þessar mundir að þrjátíu og fimm ár eru liðin frá útkomu fyrsta tölublaðsins. Af því tilefni hefur verið ákveðið að hafa tvær forsíður á blaðinu sem kemur út á morgun, þótt innihaldið sé það sama í báðum útgáfunum. Á annarri forsíðunni er Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi ásamt fjölskyldu sinni en á hinni er Gulla Jónsdóttir arkítekt.

Þóra er í ítarlegu viðtali við Örnu Schram í blaðinu og segir meðal annars frá því hvernig hún ætli sér að sigra í kosningunni um embætti forseta Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Þóra segist sannfærð um að hún eigi séns, annars hefði hún ekki boðið sig fram. „Ég þarf ekki að segja neinum hvernig meðframbjóðendur mínir eru, fólk er fullfært um að leggja mat á þá sjálft," segir Þóra í viðtalinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×