Erlent

Segja að Breivik sé sakhæfur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Behring Breivik er sakhæfur, samkvæmt nýjustu fréttum.
Anders Behring Breivik er sakhæfur, samkvæmt nýjustu fréttum. mynd/ afp.
Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu.

Skýrsla þeirra Agnars Aspaas og Terje Törrissen ekki sú fyrsta sem lögð er fram en áður höfðu aðrir sérfræðingar úrskurðað Breivik ósakhæfan. Sú skýrsla var lögð fram í nóvember í fyrra. Það verður nú dómara að ákveða hvort þeir fara eftir fyrra matinu sem unnið var eða seinna matinu þegar dómur verður kveðinn upp í máli hans. Búist er við að það gerist í sumar.

Gríðarleg umfjöllun er um geðmatið í norskum fjölmiðlum í dag en greint verður frá niðurstöðunum í beinni útsendingu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×