Erlent

Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp.

Breivik lét verjendur sína hafa stefnuyfirlýsinguna, sem telur meira en 8000 orð, þegar hann hitti þá á föstudaginn. Bæði ættingjar þeirra sem féllu fyrir hendi Breiviks þann 22. júlí síðastliðinn og norskir stjórnmálamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að Breivik muni nýta tækifærið, þegar hann gefur skýrslu fyrir réttinum á morgun, til þess að breiða út andstyggilegan boðskap sinn.

Breivik hefur viðurkennt að hafa orðið hátt í áttatíu manns að bana í fyrra en segir að hann telji að það ætti að dæma sig eins og hann hefði banað fólkinu í sjálfsvörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×