Erlent

Sprengjuleit í þinghúsinu í Osló

Sprengjuleit var gerð í dag í þinghúsinu í Osló þar sem réttarhöldin yfir Anders Behring Breivik fara fram. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að pakki í kjallara hússins hafi virst innihalda nítróglíserín sem stundum er notað til sprengjugerðar. Þinghúsið þurfti ekki að rýma en sjónvarpsstöðin segir að Breivik hafi verið fluttur um set úr gæsluvarðhaldsklefa sínum í húsinu.

Breivik sagði fyrir dómara í dag að hann vildi ekki vera dæmdur til dauða, en hann myndi samt virða þá ákvörðun. Hann sagði að tuttugu og eins árs fangelsi yfir sér væri fáránleg refsing, eins og hann orðaði það sjálfur.

Hámarksrefsing samkvæmt norskum lögum er 21 árs fangelsi en talið er líklegt að Breivik fái svo þungan dóm meti dómari hann sakhæfann. Við yfirheyrslurnar í dag sagði hann að fleiri árásir væru yfirvofandi, en hann hefur sagt það áður. Réttarhöldin halda áfram í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×