Viðskipti innlent

Landsbankinn þyrfti að afskrifa 31 milljarð

Landsbankinn hefur miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem samþykkt frumvarpa um veiðigjöld og stjórn fiskveiði hafi fyrir íslenskan sjávarútveg og samfélag.

Í umsögn Landsbankans kemur fram að álagning sértaks veiðigjalds sem boðuð er í frumvarpi um veiðigjöld verði afar umfangsmikil og það fari upp í 70% á þremur árum. Þá benda útreikningar bankans til þess að slík gjaldtaka muni ekki ganga upp í ljósi stöðu íslensks sjávarútvegs.

Sérfræðingar Landsbankans hafa lagt mat á áhrif frumvarpsins á rekstur og afkomu 124 sjávarútvegsfyrirtækja en aflaheimildar þessara fyrirtækja eru um 90% af heildar úthlutun aflaheimilda hér við land. Af þeim eru 74 fyrirtæki ekki talin geta staðið við núverandi skuldbindingar sínar verði frumvarpið um veiðigjöld samþykkt óbreytt.

Hvað varðar frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða telur Landsbankinn að fjölmargar greinar þess eigi eftir að hafa óæskilegar afleiðingar fyrir sjávarútveg og efnahagslíf hér á landi og þar með stöðu bankans.

„Útlit er fyrir að Landsbankinn muni þurfa að afskrifa um 31 milljarð króna af bókfærðu virði lána verði frumvarpið um veiðigjöld samþykkt í núverandi mynd," segir í umsögn bankans.

Hægt er að nálgast umsögnin í heild sinni á vefsíðu Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×