Innlent

Ákvörðun Þóru ákaft fagnað í Hafnarborg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi fólks er saman kominn á fundi í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlamaður tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands núna klukkan hálffimm. Þóra ávarpaði fundinn og greindi frá fyrirætlunum sínum.

Í ræðu sinni sagði Þóra meðal annars að 26. grein stjórnarskrárinnar væri virk og að það væri hlutverk forsetans að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill.

Þá sagði Þóra að hún hefði verið spurð að því hvort hún væri ekki allt of ung til þess að gegna embætti forseta Íslands. „Aðalatriðið og kjarni málsins er að mér myndi aldrei detta í hug að bjóða mig fram í að gegna þessu embætti nema að vera þess fullviss að geta sinnt því með sóma," sagði Þóra.

Á meðal stuðningsmanna Þóru sem eru í salnum eru Magnus Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, Friðjón Friðjónsson, fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Ben, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdarstjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur.

Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis spyr nú hvern íslendingar vilji sjá á Bessastöðum. Hægt er að greiða atkvæði á forsíðu Vísi.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×