Lífið

Hönnunarveisla í Bláa lóninu

Ljósmyndir/ernir
Glæsileg hönnunarsýning Sub-zero Couture fór fram í Bláa lóninu á föstudagskvöld. Þetta var ein stærsta og veglegasta hönnunarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna mætti.

Fyrirtækið 66°NORÐUR stóð fyrir sýningunni í samvinnu við HönnunarMars, Iceland Naturally, Bláa lónið, Icelandair og Reyka Vodka. 

Þekktir íslenskir hönnuðir komu fram á sýningunni með fylgihluti eins og Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir, eigendur og hönnuðir Kron kron, Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir hönnuðir frá Vík Prjónsdóttur, Bergþóra Guðnadóttirog Jóel Pálsson frá Farmers Market, Olga Hrafnsdóttir og Elísabet Jónsdóttir frá Volki, Jan Davidsson og Sæunn Huld Þórðardóttir frá 66°NORÐUR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×