Tónlist

Logi Pedro mætir í Vasadiskó

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hljómsveitin Retro Stefson hefur líklegast aldrei verið vinsælli en akkúrat núna en lag þeirra Qween hefur farið sem eldur í sinu á milli manna á netinu og í útvarpinu frá því að sveitin frumflutti það í þættinum Dans Dans Dans fyrir áramót. Liðsmenn Retro Stefson hafa síðustu mánuði haft bækistöðvar sínar í Berlin þaðan sem sveitin gerir út þessa daganna. Þeir eru þó staddir á landinu þessa daganna þar sem sveitin er að klára lagasmíðar á þriðju breiðskífu sína sem ætti að sjá útgáfu á þessu ári.

Bassaleikari sveitarinnar Logi Pedro Stefánsson hefur vakið mikla athygli, ekki bara fyrir frábæra takta með sveitinni heldur líka fyrir sólóverkefni sitt Pedro Pilatus sem er öllu teknóvæddara. Logi treður einnig upp sem plötusnúður þegar honum gefst tækifæri til. Frá þessu og fleiru ætlar Logi Pedro að segja hlustendum Vasadiskó frá núna á morgun en hann er gestur þáttarins á morgun. Hann mætir með safn af mp3 skrám og setur á shuffle.

Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×