Sport

Sigrún Brá bætti 21 árs gamalt Íslandsmet | 2 met féllu

Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti 21 árs gamalt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi um helgina
Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti 21 árs gamalt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi um helgina
Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti 21 árs gamalt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi um helgina á Grand prix móti sem fram fór í Columbus í Ohio um helgina. Sigrún, sem keppir fyrir University of Arkansas, synti á 4.20,24 mínútum og bætti met Ingibjargar Arnardóttur um rúmar 2 sekúndur. Sigrún Brá verður 22 ára á þessu ári en Ingibjörg sett Íslandsmetið þegar Sigrún Brá var rétt um ársgömul.

Sigrún lét ekki duga að setja Íslandsmet í 400 metra skriðsundi því hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra skriðsundi um 7 sekúndur. Sigrún kom í mark á 8.53,76 mín. en gamla metið sem hún setti árið 2009 var 9.00,72 mín. Sigrún varð í sjötta sæti í þessu sundi á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×