Innlent

Ingibjörg um orð Davíðs: "Hann getur ekki hafa verið að tala um mig“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist aldrei hafa lagt til að bönkunum yrði bjargað með því að útvega 30 til 40 milljarða evra líkt og Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóri sagði fyrir Landsdómi í síðustu viku.

Þegar Ingibjörg ræddi við fjölmiðla að lokinni vitnaleiðslunni sagði hún að Davíð hlyti að hafa átt við starfandi utanríkisráðherra á þeim tíma, Össur Skarphéðinsson.

„Hann getur ekki hafa verið að tala um mig," sagði Ingibjörg, en á þessum tíma gekkst hún undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×