Innlent

Vinnur að greinargerð um ársreikninga bankanna fyrir hrun

Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans sagði fyrir Landsdómi í dag að orð sín eins og þau koma fram í Rannsóknarskýrslu bankanna hafi verið slitin úr samhengi. Stefán sagði að orð sín um alls kyns sviðsmyndir hefðu farið inn í skýrsluna eins og hann hafi verið að tala um bankana. „Sem mér, satt best að segja, fannst ekki gott."

Þá sagði Stefán frá því að hann væri að vinna að greinargerð um ársreikninga bankanna á árunum fyrir hrun, fyrir embætti Sérstaks saksóknara. Hann gat ekki svarað öllum spurningum saksóknara Alþingis sökum þessa. Hann tók hinsvegar fram að það væri sín skoðun að enginn hafi séð kerfishrunið fyrir og því ekki hægt að ætlast til að endurskoðendur hefðu getað það.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×