Innlent

Töldu að Landsbankinn gæti staðið af sér þjóðnýtingu Glitnis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór Kristjánsson bar vitni fyrir Landsdómi í dag .
Halldór Kristjánsson bar vitni fyrir Landsdómi í dag .
Sérfræðingar Landsbankans töldu að bankinn gæti staðið af sér þá lækkun hlutabréfaverðs sem yrði á bankanum ef ríkissjóður tæki yfir 75% hlut í Glitni. Þetta fullyrti Halldór J. Kristjánsson, annar bankastjóra Landsbankans, þegar hann var spurður út í málið í dag.

Halldór sagði að á sunnudeginum 28. september hefði komið símtal frá seðlabankastjóra sem spurði hvort Landsbankinn gæti staðið það af sér fjárhagslega. Halldór sagðist hafa látið sérfræðinga bankans reikna út hvaða áhrif það hefði á eiginfjárstöðu bankans ef lán með veði töpuðust vegna þessa.

Það hafi orðið niðurstaða, með hliðsjón af því að Landsbankinn hafði þá þegar ákveðið sameiningu við Straum, að bankinn gæti staðið það af sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×