Innlent

Of seint að minnka bankana 2008

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurjón Árnason mætir til skýrslutöku.
Sigurjón Árnason mætir til skýrslutöku. mynd/ gva.
Hafi menn haft áhuga á þvi að minnka íslenskt bankakerfi, þá átti það átti að gerast á seinni hluta ársins 2006 og á árinu 2007. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, fyrir Landsdómi í dag.

„Á árinu 2008 snýst málið ekki um það að Seðlabankinn eigi að vera að knýja banka til að selja eignir," sagði Sigurjón og benti á að raunhæft verð hefði ekki fengist fyrir eignirnar ef reynt hefði verið að selja þær á því ári. Sigurjón segir að árið 2006 hafi íslenska bankakerfið strítt við ímyndarvanda fremur en raunverulega kreppu. „Árið 2006 er þetta ímyndarvandi en á árinu 2007 var alvöru kreppa," sagði Sigurjón.

Sigurjón segist hafa rætt málin með Geir nokkrum sinnum á árinu 2008. Á einum fundi í febrúar hafi fulltrúar ríkisstjórnarinnar hitt alla bankastjórana. Á öðrum fundi hafi hann og Halldór, sem einnig var bankastjóri Landsbankans, hitt Geir á fundi. Þeir tveir hafi svo nokkrum sinnum hist saman. „Svo fór ég einhvern tímann á persónulegum nótum til hans og ræddi við hann. Við eigum heima í sömu götu sko," sagði Geir fyrir dómi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×