Innlent

Fyrrverandi bankastjórar í djúpri afneitun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tryggvi Pálsson bar vitni fyrir Landsdómi í dag.
Tryggvi Pálsson bar vitni fyrir Landsdómi í dag. mynd/ gva.
„Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hafi mögulega getað lifað af eru í mjög djúpri afneitun," sagði Tryggvi Pálsson, ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, fyrir Landsdómi í dag.

Tryggvi sagði að ýmislegt hafi verið gert til þess að reyna að bjarga Kaupþingi í hruninu. Seðlabanki Íslands hafi veitt honum lán gegn veði í danska FIH bankanum sem Kaupþing átti. Þá hafi sænski seðlabankinn líka veitt Kaupþingi lán gegn veði í sænskum eignum Kaupþings. Það hafi verið litið svo á að ef möguleiki væri á að einn banki myndi lifa þá yrði brugðist við því vegna þess að það myndi hafa áhrif á efnahagslífið.

Engu að síður væri staðan sú að erlendir fjárfestar litu á íslensku bankana sem heild og því var gengið út frá því að ef það yrði áfall hjá einhverjum banka þá myndi það smita út frá sér til hinna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×