Sport

Afturelding í bikarúrslitaleikinn en þjálfarinn í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Heimasíða Þróttar Nes
Undanúrslitaleikirnir í Asicsbikarnum í blaki fóru fram í Laugardalshöllinni í dag en úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á sama stað á morgun. Hjá konunum komust Þróttur úr Neskaupsstað og Afturelding í úrslitaleiknum en bikarúrslitaleikurinn hjá körlunum verður á milli KA og Stjörnunnar.

Þróttur Nes vann 3-0 sigur á Eik í undanúrslitum kvenna en Eik var að spila í undanúrslitunum í fyrsta sinn. Þróttur Nes vann hrinurnar 25-21, 25-18 og 25-22. Þróttur frá Neskaupstað á titil að verja eftir sigur á HK í dramatískum úrslitaleik í fyrra.

Afturelding vann stórslag dagsins gegn HK 3-0 (25-20, 25-17 og 25-22) og mætir því Þrótti Nes í úrslitum á morgun. Þjálfari Aftureldingar fékk rautt spjald í leiknum og verður því í leikbanni á morgun.

Í karlaflokki vann Stjarnan lið Þrótt Reykjavík 3-0 (26-24, 25-19 og 25-15) en í hinum leik dagsins áttust við KA og HK og varð úr skemmtilegur leikur sterkra liða. KA vann fyrstu hrinuna 15-18 en HK þá næstu 25-17. KA vann spennandi hrinu 25-23 og þá fjórðu 25-21. Það verður því sami slagur og í fyrra þegar liðin mættust í úrslitaleiknum, Stjarnan og KA.

Úrslitaleikur kvenna hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll. Úrslitaleikur karla hefst ca 30 mínútum eftir að kvennaleiknum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×