Sport

Manning ákveður sig í næstu viku | Miami líklegast

Það er um fátt annað talað í Bandaríkjunum þessa dagana en hvað leikstjórnandinn Peyton Manning ætli sér að gera. Hann er farinn frá Indianapolis Colts eftir ótrúlegan 14 ára feril þar.

Alls hafa tólf lið í NFL-deildinni áhuga á honum og þar af hafa sjö af þeim sett sig í samband við umboðsmann hans. Það eru Arizona, Seattle, Washington, Miami, Kansas City, Denver og NY Jets.

Manning er sjálfur í Miami um þessar mundir en margir telja afar líklegt að hann muni ganga í raðir Höfrunganna.

Fastlega var búist við því að Manning myndi taka sér drjúgan tíma í þessa ákvörðun en nú berast þær fréttir að hann ætli að vera búinn að velja sér nýtt félag í næstu viku.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×