Innlent

ESB fær upplýsingar um íslenska PIP púða

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur verið gert viðvart um háá lekatíðni falsaðra PIP brjóstafyllinga hér á landi. Í tilkynningu frá velferðarráðuneyti segir að Lyfjastofnun hafi sent upplýsingarnar utan en búið er að ómskoða 105 konur hér á landi með slíkar fyllingar og hefur leki greinst í púðum hjá 71 konu eða um 68% þeirra sem hafa verið skoðaðar.



„Eftir því sem best er vitað hefur hvergi annars staðar verið ráðist í skipulega ómskoðun kvenna með PIP brjóstafyllingar. Samanburðarhæfar upplýsingar lekatíðni þeirra frá öðrum þjóðum eru því ekki fyrir hendi," segir ennfremur.



Ríkisstjórnin hefur samþykkt að bjóða öllum konum sem fengið hafa PIP brjóstapúða hér á landi að láta nema þá brott með aðgerð á vegum Landspítala. Með þessu var aukið við fyrri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um aðgerðir þar sem konum stóð til boða að láta nema brott leka púða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×