Innlent

Björt framtíð stofnuð í dag

Nýtt stjórnmálaafl, frjálslynt, grænt og alþjóðlega sinnað var formlega stofnað í dag. Formenn flokksins eru tveir og í stjórn hans situr meðal annarra Borgarstjórinn í Reykjavík.

Stjórnmálaflokkurinn Björt Framtíð ákvað að kýla á þetta eins og þeir segja og hélt í dag stofnfund. Tilkynnt var um forystuembættin en tveir formenn munu leiða aflið, þau Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir. Guðmundur er titlaður formaður og er talsmaður flokksins en Heiða Kristín fer með starf stjórnarformanns og leiðir málefnastarfið.

Fjörtíumanna stjórn hefur verið kjörin en í henni sitja margir fulltrúar Besta Flokksins, þar á meðal Jón Gnarr borgarstjóri.

Einnig starfrækir flokkurinn Nefndina, sem gerir tillögu um uppstillingu á lista, og Ráðið sem sinnir sáttamiðlun og mannauðsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×