Innlent

Hræddar um að læknar skrifi ekki upp ísetningu nýrra brjóstapúða

Konur með PIP púða hafa áhyggjur af því að læknar muni ekki skrifa upp á ísetningu nýrra brjóstapúða fyrir þær í aðgerðum á Landspítalanum, þar sem þeir vonist sjálfir eftir viðskiptum þeirra síðar meir.



Í samtali við fréttastofu sagði Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, að margar þeirra hefðu viðrað áhyggjur sínar við sig um að vakna púðalausar eftir aðgerð og að ákvörðunin hefði ekki verið tekin með hagsmuni þeirra í huga.



Fram hefur komið að ekki sé víst hvort að mögulegt sé að setja nýja púða í konurnar í þeim aðgerðum sem munu fara fram á Landspítalanum. Það myndi þýða að púðar kvennanna yrðu fjarlægðir úr líkamanum en konurnar þyrftu svo sjálfar að leita á einkastofu í kjölfarið til að nýja brjóstapúða.



Það vekur upp spurningar um hverjir það eru sem munu meta þetta í aðgerðunum og samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lýtalæknarnir Þórir S. Njálsson og Halla Fróðadóttir verið nefnd í því sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×