Sport

Veðmangarar græddu vel á Super Bowl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ungir stuðningsmenn Giants.
Ungir stuðningsmenn Giants. Nordic Photos / Getty Images
Eins og venjulega var mikið veðjað á úrslit úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl. Í ár tóku veðmangarar í Las Vegas á móti veðmálum fyrir tæpar 94 milljónir dollara sem er það mesta í sex ár.

Veðmangarar munu hafa haldið eftir fimm milljónum dollara í hagnað og er það næstum sjöfalt hærri upphæð en í fyrra.

New York Giants vann sigur á New England Patriots í leiknum og voru veðmangarar ánægðir með það. „Þetta breytist mikið á síðustu dögunum," sagði Jay Rice, einn forráðamanna samtaka þeirra aðila sem starfrækja veðmálastarfssemi í Las Vegas.

„Í þær tvær vikur sem liðu frá því að ljóst var hvaða lið myndu mætast í úrslitum voru nánast allir að veðja á Giants. En svo á leikdaginn sjálfan snerist þetta algjörlega við og flestir stóluðu á Brady og hans menn í Patriots."

Árið 2006 var veðjað fyrir samtal 94,5 milljónir dollara á leik Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks en það er met sem stendur enn í dag.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×