Innlent

Grænlenskt ofsaveður gæti náð til Íslands

Danska veðurstofan varar við ofsaveðri, eða svonefndu Piterak veðri í Ammasalik og þar í grennd.

Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifar á heimasíðu sína í nótt að þetta sé fallvindur ofan af jöklinum og kunni þetta að valda mjög mikilli ölduhæð vestur af landinu og að óveðrið geti hugsanlega náð hér inn á landið.

Slíkt ofsaveður lagði lítið þorp á austurströnd Grænlands í rúst á níunda áratugi síðustu aldar.

Þá benda ýmsar erlendar spár til þess að allt að 15 sentímetrar bætist ofan á snjóinn á höfuðborgarsvæðinu næstu tvo daga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×