Sport

Heisman-verðlaunahafinn ætlar í nýliðaval NFL

RG3 sýnir Superman-sokkana áður en hann fer til spjallþáttastjórnandans David Letterman.
RG3 sýnir Superman-sokkana áður en hann fer til spjallþáttastjórnandans David Letterman.
Robert Griffin þriðji, sem vann Heisman-bikarinn sem veittur er besta háskólaleikmanninum í amerískum fótbolta, hefur loksins gefið það út að hann ætli sér í nýliðaval NFL-deildarinnar.

Griffin, eða RG3 eins og hann er kallaður, hefur gert ótrúlega hluti með Baylor-háskólanum. Skólinn hafði aldrei verið með jákvætt sigurhlutfall en RG3 hefur heldur betur breytt því og um daginn vann liðið svokallaðan "Skálarleik".

Griffin hefur sett 54 met hjá skólanum í 41 leik og hann er fyrsti leikmaður skólans sem vinnur hin virtu Heisman-verðlaun.

"Ég skil við liðið á betri stað en það var þegar ég kom. Það er ánægjulegt," sagði Griffin en hann á eitt ár eftir af háskólagöngu sinni og héldu margir að hann myndi klára skólann áður en hann færi í NFL.

Griffin er orðinn heimsfrægur fyrir sokkablæti sitt en hann klæðist alltaf skrautlegum sokkum. Þegar hann vann Heisman-verðlaunin var hann í Superman-sokkum með skikkju. Metnaðarfullt.

Þegar hann tilkynnti um þá ákvörðun sína að fara í NFL var hann aftur á móti í sokkum af teiknimyndafígúrunni fjólubláu, Barney.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×