Sport

Þau munu bæði komast á ÓL í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Anton
Frakkinn Jacky Pellerin þjálfar bæði Anton Svein McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttur sem unnu samanlagt sjö gull og settu saman fjögur Íslandsmet á Norðurlandamóti unglinga um helgina. Hann er mjög bjartsýnn á frekari bætingar hjá þeim báðum sem og sæti á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

„Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana,“ segir Jacky Pellerin.

„Ég er sannfærður um að þau komast bæði á Ólympíuleikana í London og er alveg til í að veðja við þig um það,“ bætir Pellerin við án þess að hika.

 „Við Eygló höfum sett stefnuna á að hún komist 200 metra baksund á 2:04 eða jafnvel fljótar og fyrir Anton að vera í kringum 14:45 í 1500 metrunum. Ég sagði við þau eftir sundin þeirra um helgina: Þetta var gott hjá okkur en þið getið gert enn betur,“ sagði Pellerin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×