Tónlist

Rolling Stone hrífst af Biophilia

Freyr Bjarnason skrifar
Björk Guðmundsdóttir fær góða dóma í Rolling Stone fyrir Biophilia-tónleikana sína.
Björk Guðmundsdóttir fær góða dóma í Rolling Stone fyrir Biophilia-tónleikana sína.
Fyrstu Biophilia-tónleikar Bjarkar í Hörpu af níu talsins fá mjög góða dóma á heimasíðu bandaríska tímaritsins Rolling Stone.

„Björk sýndi að það er ekki nóg að hlusta á plötuna Biophilia heldur þarf líka að horfa á hana,“ skrifaði blaðamaðurinn David Fricke. Tónleikarnir voru haldnir í salnum Silfurbergi fyrir viku og tekur Fricke fram að Björk hafi verið svo nálægt áhorfendunum að hægt hafi verið að sjá hvern einasta þráð appelsínugulu hárkollunnar á höfði hennar. Áður hafði Fricke gefið Biophilia-plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá.

Bjarkaraðdáendur geta enn keypt sér miða á Biophilia-tónleika hennar í Hörpunni. Vegna breytinga á uppsetningu tónleikanna eru enn örfáir lausir miðar eftir á tónleikana, 19., 25., 28. og 31. október og einnig á tónleikana 3. nóvember og fer miðasalan fram á Midi.is og Harpa.is. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×