Erlent

Aðgerðasinnar ólíkir Breivik

Danski ráðherrann Sören Pind var gagnrýndur fyrir Facebook-færslu í gær.
Danski ráðherrann Sören Pind var gagnrýndur fyrir Facebook-færslu í gær. NordicPhotos/AFP
Sören Pind, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, baðst í gær afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann öfgahyggju vera að aukast og nefndi hópa danskra aðgerðasinna í sömu andrá og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Noregi, sem hann sagði „djöfullegustu ásjónu“ öfgahyggjunnar.

Pind var gagnrýndur mjög fyrir þessi orð, bæði innan Danmerkur og utan, og svaraði því til að hann hafi alls ekki verið að líkja þessu saman. Því þyki honum afar leitt að einhver hafi lagt þennan skilning í orð hans.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×