Innlent

Góð áhrif íslenskra jurta

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir, yfirfærði kínversk fræði á íslenskar jurtir.
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir, yfirfærði kínversk fræði á íslenskar jurtir. Fréttablaðið/Stefán
Bókin Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur, nálastungu- og grasalækni, hefur verið endurútgefin. Í nýrri útgáfu hefur kynningu á kínverskri læknisfræði verið bætt við.

„Kínverskar lækningar eru önnur leið til sjúkdómsgreiningar en hin hefðbundna vestræna leið. Kínverska kerfið á í raun miklu betur við jurtir," útskýrir Arnbjörg Linda en hún nam kínverskar lækningar í Englandi eftir að hafa menntað sig í nálastungu- og grasalækningum þar ytra.

„Ég fór út í kínverska læknisfræði til að öðlast betri skilning á viðfangsefninu en kínverska kerfið er elsta kerfi sem jurtir hafa verið greindar eftir," útskýrir Arnbjörg.

Í bókinni yfirfærir hún kínversku fræðin á flestar íslensku jurtanna og útskýrir eiginleika hverrar jurtar bæði samkvæmt kínverska kerfinu og því vestræna. „Þetta er í fyrsta sinn sem kínversk læknisfræði er kynnt á íslensku máli," segir Arnbjörg.

Bókin er skreytt bæði teikningum og ljósmyndum. Hverri jurt er lýst og hvar hún vex, hvaða hlutar hennar eru nýttir og hvenær á að tína hana. Þá eru lýsingar á hvernig á að búa til te, bakstra eða krem úr jurtunum.

Nánari upplýsingar um kínverska læknisfræði eru á síðunni nalastungur.is. heida@frettabladid.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×