Skoðun

Icesave – leiðrétting

Jón Hjaltason skrifar
Örfáir dagar í kosningarnar stóru og enn heyri ég því haldið að þjóðinni að ef samningarnir verði felldir sé hætta á því að íslenska ríkið verði dæmt til að endurgreiða alla Icesave-skuldina, bresk-hollenska hlutann líka.



Kjarni málsins er þessi: Icesave er ennþá forgangskrafa í þrotabú Landsbankans. Með öðrum orðum; þrotabúið á að greiða. Og samkvæmt því sem okkur er sagt á búið fyrir skuldinni; ekki aðeins þeim hluta sem Bretar og Hollendingar vilja að íslenska þjóðin gangi í ábyrgð fyrir heldur einnig hinum er þessar þjóðir endurgreiddu innstæðueigendum umfram ábyrgðina. Og það sem meira er – ekki er talið útilokað að þrotabúið muni á endanum eiga eitthvað upp í vextina sem þessar þjóðir heimta af okkur (en ég sé ekki betur en að fræðingar geri því skóna að vextirnir séu einnig forgangskrafa í bú Landsbankans).



Voðinn, ef þú velur nei, er þannig ekki fólginn í þeim möguleika að skuld íslensku þjóðarinnar vaxi um allan helming fyrir dómi heldur í aðgerðum alþjóðasamfélagsins á meðan þrotabúið hefur ekki náð að reiða fram féð.



Skelfingin við jáið er hins vegar ef eitthvað fer á skjön með innheimtur í þrotabúið, gengisþróun verður óhagstæð eða að Icesave breytist úr forgangskröfu í almenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×