Innlent

Samningagerðin kostaði yfir 300 milljónir króna

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Kostnaður Íslands af gerð nýjustu Icesave-samninganna er yfir 300 milljónir króna. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar er tilkominn vegna ráðgjafar og vinnu erlendra sérfræðinga en innlendi kostnaðurinn nemur fáeinum tugum milljóna.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær. Ráðherrann hefur fram til þessa verið ófáanlegur til að svara fyrirspurnum fjölmiðla um málið og meðal annars borið fyrir sig að fram hafi komið fyrirspurn um efnið í þinginu sem beri að svara áður en fjölmiðlum sé svarað.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði Steingrím út í málið á þingi í gær. Furðaði hann sig á að kostnaðurinn væri ekki opinberaður, ekki síst þar sem samninganefndin hefði lokið störfum í desember. Vildi hann jafnframt vita hvort einhver kostnaður hefði bæst við eftir að samningarnir voru frágengnir. Steingrímur kvað svo ekki vera, samninganefndarmenn fengju ekki greitt fyrir það sem þeir legðu til umræðunnar um málið í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun. Sagði hann langhæstu reikningana frá lögfræði- og ráðgjafarstofunum Hawkpoint og Ashurst, Lee C. Buchheit aðalsamningamanni og Don Johnston, fyrrverandi framkvæmdastjóra OECD.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×