Handbolti

Kári Kristján: Vona að ég fari með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu í dag og skoraði þrjú mörk í fjögurra marka sigri á Þýskalandi, 31-27.

„Ég er búinn að bíða lengi eftir tækifærinu og mér fannst þetta takast vel hjá mér í dag. Ég skilaði þvi´vel af mér sem ég fékk úr að moða," sagði hann í samtali við Vísi eftir leikinn.

„Það fengu margir að spila í dag og fannst mér samt Þjóðverjar ekki rúlla sínu liði eins mikið og þeir gerðu í gær. Það var því gott að við skyldum samt vinna fjögurra marka sigur."

„Svo meiddist Ingimundur og Sverre fékk þrjár brottvísanir en við náðum samt að klára leikinn vel í vörninni. Það var gott."

Nú þarf Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari að velja sextán leikmenn sem hann tekur með sér á HM og vonast Kári til að hann verði einn af þeim.

„Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir Guðmund og ég vona að ég fái að fara með. Ég er sáttur við mitt framlag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×