Sport

Skoraði snertimark í NFL með því að taka heljarstökk yfir mótherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jerome Simpson stökk heljastökk inn í fyrirsagnirnar í 23-16 sigri Cincinnati Bengals á Arizona Cardinals í ameríska fótboltanum í gær. Hann gerði nánast út um leikinn með einu magnaðast snertimarki sem hefur verið skorað á þessu tímabili.

Staðan var 10-0 fyrir Cincinnati í öðrum leikhluta þegar leikstjórnandinn Andy Dalton fann Simpson frían út á kanti. Simpson keyrði í átt að markinu en í veg fyrir honum stóð varnarmaðurinn Daryl Washington sem er 188 sm og 106 kg.

Í stað þess að keyra inn í Daryl Washington reyndi hann þess í stað heljarstökk yfir hann sem heppnaðist fullkomlega. Simpson lenti á báðum fótum með boltann í hendinni og þetta snertimark kom Cincinnati í 16-0 í leiknum.





Mynd/AP
„Ó, guð minn góður. Hann hefði fengið tíu fyrir þetta stökk á Ólumpíuleikunum. Hvernig fór hann eiginlega að þessu," sagði lýsandinn á Fox Sports. það er hægt að sjá þessu mögnuðu tilþrif með því að smella hér fyrir ofan.

Þetta er eitt allra flottasta snertimark tímabilsins og uppreisn æru fyrir Jerome Simpson sem hefur verið í vandræðum innan sem utan vallar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×