Erlent

Minna fjallað um Breivik um jólin

Fjöldamorðinginn Anders Breivik
Fjöldamorðinginn Anders Breivik mynd/afp
Dregið verður úr fjölmiðlaumfjöllun um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik yfir hátíðina í Noregi, til að koma til móts við eftirlifendur árásarinnar.

Á heimasíðu Verdens Gang kemur fram að blaðið hefur fengið óskir frá eftirlifendum, þess efnis, að það dragi úr umfjöllun um Breivik yfir hátíðina.

Er þessa óskað til að eftirlifendurnir fái tækifæri til að njóta jólanna með sínum nánustu án þess að sjá andlitið á Breivik í öllum miðlum og vera þannig stöðugt minnt á harmleikinn.

Ingela Heie, átján ára eftirlifandi árásanna, segir í viðtalið við blaðið að margir sem komust lífs af í árásunum séu að reyna að koma lífi sínu í hversdagslegt horf, en það sé mjög erfitt þegar stöðugt er minnt á Breivik og árásirnar.

Heje er ein af þeim sem var skotin í Útey og þurfti í kjölfar árásarinnar að vera nokkra mánuði á spítala og í endurhæfingu.

Verdens gang ætlar að bregðast við þessum óskum með því að draga úr umfjöllun um fjöldamorðingjann og verður ekki með Breivik á forsíðu blaðsins yfir hátíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×