Sport

Ruddaleg tækling í NFL-deildinni

Hinn grjótharði varnarmaður Pittsburgh Steelers, James Harrison, gæti fengið allt að tveggja leikja bann fyrir afar ruddalega tæklingu á Colt McCoy, leikstjórnanda Cleveland Browns.

Harrison fór með hjálminn sinn af fullu afli í hjálm McCoy. Harrison fær að minnsta kosti háa sekt fyrir vikið. Ef hann fer í bann verður hann fyrsti leikmaður deildarinnar sem fer í bann fyrir ruddaskap eftir að hert var á reglum um öryggi leikmanna.

Harrison, sem hefur oft áður verið gagnrýndur og sektaður fyrir ljótar tæklingar, skilur ekkert í þessari umræðu.

"Leikstjórnandinn var kominn úr vasanum og þá er litið á hann sem hlaupara og þá má tækla. Þessi tækling kom ekki seint og ég skil ekki af hverju það var hreinlega dæmt á þessa tæklingu," sagði Harrison.

Tæklingin var rosaleg, eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan, og lá McCoy nær meðvitundarlaus eftir.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×