Sport

Leikmaður Bears handtekinn grunaður um sölu á eiturlyfjum

Sam Hurd.
Sam Hurd.
Útherjinn Sam Hurd, leikmaður Chicago Bears, spilar tæplega meira á þessari leiktíð eftir að hafa verið handtekinn í gær grunaður um sölu á fíkniefnum.

Hurd var þess utan með heilt kíló af kókaíni á sér þegar hann var handtekinn.

Leikmaðurinn vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um handtökuna en samkvæmt lögmanni hans ætlar hann að berjast grimmilega gegn kærunni.

Hurd hefur ráðið lögfræðinginn David Kenner sem varði rapparann Snoop Dogg er hann var ákærður fyrir morð. Snoop slapp með skrekkinn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×