Innlent

Eiður Smári tapaði - DV mátti fjalla um fjármálin

Eiður Smári tapaði.
Eiður Smári tapaði.
„DV var sýknað í Hæstarétti af kröfum Eiðs Smára. Dómi undirréttar snúið,“ sagði Reynir Traustason fyrir stundu á samskiptavefnum Facebook.

DV hefur því verið sýknað af því að brjóta gegn friðhelgi fótboltakappans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem höfðaði málið gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni.

Í febrúar á þessu ári voru þremenningarnir í héraðsdómi dæmdir til að greiða Eiði Smára 150 þúsund krónur í sekt hver, vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál knattspyrnumannsins. Þeir voru einnig dæmdir til að greiða honum 400 þúsund í miskabætur.

Ingi Freyr, Reynir og Jón Trausti áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar en Eiður Smári stefndi þeim öllum fyrir umfjöllun blaðsins í desember 2009 um fjármál sín. Þá var sagt frá því að Eiður Smári skuldaði 1,2 milljarð en eigi 800 miljónir og hafi meðal annars tapað á fjárfestingum sínum í Hong Kong, Tyrklandi og Reykjanesbæ.

Eiður gerði engar athugasemdir við upplýsingarnar sem fram komu í fréttinni, heldur umfjöllun blaðsins um það sem hann vildi meina að væri hans einkamál, það er að segja fjármálin.

Nú hefur Hæstiréttur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur en dómurinn birtist á vef Hæstaréttar klukkan hálf fimm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×